Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Símanúmer, opnunartími og staðsetning
Þjónusta
Fræðsluefni
Gjaldskrá
Í aðgerð er góðkynja eða illkynja mein í munnholi eða koki skorið burt með laser eða öðrum aðferðum
Gerður er skurður í húð yfir mjaðmarkambinum öðrum megin og beinflís tekin úr honum innanverðum. Með öðrum skurði innan í munnholi er beinflísinni komið fyrir utan á efri kjálkabein og hún fest með litlum títaníumskrúfum. Aðgerðin
Í aðgerðinni er tilfært nefbeinsbrot leiðrétt. Ekki er gerður skurður í húð eða slímhúð heldur er einungis beitt innri og/eða ytri þrýstingi til að leiðrétta legu beinsins.
Aðgerð vegna poka sem er aftan og ofan við efri vélindahringvöðva sem liggur á mótum koks og vélinda. Minni pokar eru lagfærðir með laseraðgerð þar sem farið er með speglunartækni um munn. Stærri pokar eru fjarlægðir í opinni skurðaðgerð.
Aðgerðin er gerð vegna poka (Zenker´s diverticulum) sem er aftan og ofan við efri vélindahringvöðva sem liggur á mótum koks og vélinda.
Útskriftarfræðsla og leiðbeiningar um umgengi við Barkaraufartúbu (tracheostomy)
Í aðgerð er barkakýlið numið brott í heilu lagi ásamt raddböndum. Útbúið er op (stóma) neðarlega á hálsinum miðjum og um það fer öndunin en ekki nef eða munn.
Eitlar eða eitlasvæði eru hreinsuð öðrum megin úr hálsi og stundum aðliggjandi vöðvi, æð og taug.
Einn eða fleiri eitlar eru fjarlægðir úr hálsi í skurðaðgerð til sjúkdómsgreiningar.
Gert er við gat á hljóðhimnu í skurðaðgerð. Fenginn er vöðvahimnubútur frá vöðva nærri eyranu til að loka gatinu. Til að komast að hljóðhimnunni er gerður skurður bak við eyrað.
Gert við gat á hljóðhimnu í skurðaðgerð með því að taka himnubút frá rjóski eða vöðva við eyra
Í aðgerð eru hálskirtlarnir fjarlægðir. Oftast er ábending fyrir aðgerð endurteknar hálskirtlabólgur.
Hálskirtlar eru fjarlægðir, oftast vegna endurtekinna sýkinga í þeim.
Um undirbúning fyrir aðgerð og meðferð eftir skurðaðgerð / Útskriftarfræðsla
Meniére sjúkdómur er talinn er stafa af röskun í líffærum í innra eyra, það er bogagöngunum sem hafa áhrif á jafnvægi og kuðungnum sem hefur hlutverki að gegna í heyrn.
Munnvatnskirtlarnir framleiða munnvatn og fer tegund aðgerðar eftir því í hvaða kirtli mein er staðsett og stærðar þess. Algengast er að gerðar séu aðgerðir á vangakirtli eða kjálkabarðskirtli.
Nefblæðingar verða þegar litlar æðar innan í nefinu opnast. Helstu orsakir eru erting vegna þurrks, að snýta sér harkalega, áverki, hár blóðþrýstingur og blóðþynnandi lyf.
Í nefsjáraðgerð er speglunartæki fært inn um nasirnar. Þannig fæst góð innsýn þegar gera á aðgerðir í nefholi og nefskútum.
Allur skjaldkirtillinn er fjarlægður með skurðaðgerð / Útskriftarfræðsla
Hluti skjaldkirtils er fjarlægður með skurðaðgerð / Útskriftarfræðsla
Aðgerðin til að lagfæra skekkju á kjálka (bitskekkju). Yfirbit er oftast lagfært með aðgerð á neðri kjálka og undirbit ýmist með aðgerð á öðrum kjálkanum eða báðum.
Skekkja á miðnesi er leiðrétt með skurðaðgerð þar sem farið er inn um aðra hvora nösina.
Markmið með aðgerðinni er að létta óhóflegum þunga brjóstanna af öxlum og bæta þannig almennt daglegt líf, stoðkerfisvandamál svo sem vöðvabólgur í herðum og hálsi og gera mögulegt að leiðrétta ranga hvíldarstellingu þeirra kvenna sem eru með of stór...
Útskriftarfræðsla og leiðbeiningar eftir brjóstaminnkunar aðgerð
Dagbók sjúklings eftir endursköpun brjósts með Diep-flipa
Endursköpun á brjósti eftir að brjóst hefur verið fjarlægt. Í aðgerðinni er húðflipi, ásamt fitu og æðum, fluttur frá neðri hluta maga á brjóstvegginn þar sem brjóstið er byggt upp.
Endursköpun á brjósti eftir að það hefur verið fjarlægt. Í skurðaðgerðinni er húðflipi og undirliggjandi vöðvi færður af baki og á brjóstasvæðið. Oft er sílíkon eða vatnsfylltur sílíkonpoki settur undir vöðvann til að fá fyllingu.
Húðágræðsla (hlutþykktar húðágræðsla eða transplant) er skurðaðgerð sem felur í sér að heil húð er flutt yfir og grædd á skaddað svæði til að ná fullum sárgróanda.
Í aðgerðinni eru kynfæri transkonu byggð upp.
Gripið er til aðgerðar þegar djúpt þrýstingssár hefur myndast og ekki líkur á að það grói á annan hátt. Þrýstingssárið er hreinsað og því lokað með því að taka nálægan vef og flytja yfir svæðið.
Aflimun er lokaúrræði þegar ekki tekst að ráða við sýkingu í fæti, sár gróa ekki eða eða verkir í fótum eru óbærilegir. Einnig getur ástæða aflimunar verið krabbamein eða slys.
Fræðsla umn endurhæfingu aftir aflimun
Aflimun á tám er lokaúrræði þegar sár þar gróa ekki, ekki tekst að ráða við sýkingu eða verkir eru óbærilegir.
Í vissum tilfellum er ráðist í fóðringu ósæðar að innan með stoðneti í stað stórrar aðgerðar.
Ígræddur blóðskilunarleggur er lagður þegar ákveðið hefur verið að nota legg fyrir blóðskilun í langan tíma.
Meðferð með sárasugu er sárameðferð sem flýtt getur því að sár grói. Svampur er lagður í sárið og festur með loftþéttri umbúðafilmu. Umbúðir eru tengdar við sárasugu og þannig myndaður undirþrýstingur í sárinu.
Um skurðaðgerðir vegna þrengjandi sjúkdóms í æð sem hindrar blóðflæði eða víkkandi sjúkdóms sem leiðir til myndunar æðagúls.
Slagæðaþræðing er röntgenrannsókn þar sem skuggaefni er sprautað inn í æðar og teknar myndir af þeim.
Mikilvægt er að hugsa vel um fistil sem hefur verið komið fyrir til blóðskilunar. Það eykur líkur á því að hann endist vel.
Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis í umgengni við blóðskilunarlegg sem komið hefur verið fyrir með ígræðslu.
Mikilvægt er að hugsa vel um æðagraft sem á að nota til blóðskilunar til að auka líkur á því að hann endist vel.
Skurðaðgerð þegar þrengsli eða lokanir í slagæðum í nára valda verulegum verkjum við gang, verkjum í hvíld eða sárum sem ekki gróa. Í aðgerðinni eru slagæðar í nára opnaðar og hreinsaðar að innan til að auka blóðflæði til fótleggjar.