Grensásdeild
Hlutverk fjölskyldu
Þeir sem eru á Grensás hafa alvarleg veikindi eða slys að baki. Endurhæfing getur tekið langan tíma og jafnast á við fullt starf. Það er:
eðlilegt fyrir sjúkling að vera þreyttur án þess að gera mikið. Orkan eykst með tímanum.
gott að spyrja spurninga og fá útskýringar hjá starfsfólki eða í fjölskyldunni.
Ef þú hefur áhyggjur eða líður illa vegna einhvers nákomins getur þú alltaf leitað til starfsfólks, sem getur leiðbeint þér.
Stuðningur fjölskyldu og vina skiptir miklu máli
Endurhæfing er fullt starf og krefst virkrar þátttöku. Það er mikilvægt að sjúklingar æfi sig í því sem þeir læra í þjálfun og heimfæri það yfir á daglegt líf. Aðstandendur geta:
hjálpað til við að auka sjálfstraust eftir slys eða veikindi.
tekið þátt í umönnun, heimsótt og gert daginn skemmtilegri eins og með því að fara út úr húsi með sjúkling, koma með mat eða persónulega muni.
Markmiðsfundir og fjölskyldufundir
Markmiðsfundur er haldinn í upphafi endurhæfingar. Þar setja sjúklingur og teymi markmið og ákveða áætlaðan útskriftardag.
Fjölskyldufundur er í boði fljótlega eftir komu. Þar er farið yfir meðferðaráætlun og markmið, rætt um hvernig fjölskyldan getur stutt og hvaða þjónusta er í boði eftir útskrift. Gott er að taka með spurningar og punkta.
