Grensásdeild
Þjónusta
Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Stundum er um að ræða marga sjúkdóma samtímis. Dæmi eru:
Missir útlims
Langvinn veikindi
Fjöláverkar
Mænuskaðar
Heilaskaðar
Heilablóðfall
Markmið endurhæfingar eru árangursmiðuð og tímasett
Samvinna starfsmanna og sjúklings miðar að því að ná settu marki með því að samþætta sérþekkingu og framlag hvers og eins.
Stefnt er að hámarka sjálfsbjargargetu og virkni í daglegu lífi.
Endurhæfing krefst virkrar þátttöku einstaklinga og þeirra sem standa þeim næst.
Mikilvægt er að markmið séu eins skýr og unnt er.
Sett eru tímamörk til viðmiðunar og þau endurmetin reglulega.
Teymisvinna er sérstaklega mikilvæg vegna þeirra flóknu verkefna sem unnið er að.
Notkun vímuefna, myndatökur og dreifing myndefnis eru alfarið bönnuð á deildinni.
Á Grensásdeild klæðast allir eigin fatnaði
Sjúklingar skulu koma með:
Hentugan skófatnað með tilliti til þjálfunar
Sundföt ef nota á sundlaugina
Eigin föt og aðstandendur sjá um að þvo föt sjúklinga
Snyrtivörur til eigin nota
Eigin farsíma, fartölvu og heyrnartól
Ekki er tekin ábyrgð á persónulegum verðmætum nema þau séu afhent starfsfólki til geymslu í læstri hirslu.
Viltu styrkja Grensás
Frekari upplýsingar eru á síðu Hollvina Grensás
