Göngudeild skurðlækninga B3
Þjónusta
Á göngudeildinni fer fram uppvinnsla, greining og meðferð sjúklinga með vandamál frá hálsi, nefi og eyrum. Einnig eru framkvæmdar minni aðgerðir og inngrip í staðdeyfingu auk endurkoma og eftirlits eftir innlagnir á bæði dag– og legudeild sérgreinarinnar.
Göngudeild háls-, nef- og eyrnaskurðlækninga
Þar fer fram uppvinnsla, greining og meðferð sjúklinga með vandamál frá hálsi, nefi og eyrum. Einnig eru framkvæmdar minni aðgerðir og inngrip í staðdeyfingu auk endurkoma og eftirlits eftir innlagnir á bæði dag– og legudeild sérgreinarinnar.
Göngudeild lýtaskurðlækninga
Þar er börnum með skarð í vör/gómi sinnt: Þverfaglegt teymi í samvinnu við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Göngudeild æðaskurðlækninga
Þar er aðallega hugað að sjúklingum með slagæðasjúkdóma. Einnig eru framkvæmdar minni aðgerðir og inngrip í staðdeyfingu auk endurkoma og eftirlits eftir innlagnir á bæði dag– og legudeild sérgreinarinnar.
Viðtal við sjúkling og hefðbundin líkamsskoðun.
Rannsóknir á æðakerfinu; mældur þrýstingur í útlimum og ómskoðun
Sárameðferð og eftirlit hjúkrunarfræðings
Æðaflækjuteymi
Tilvísun frá lækni þarf til að bóka tíma hjá æðaflækjuteymi.
Fagaðilar senda rafræna tilvísun eða beiðni um ráðgjöf gegnum Sögukerfi.
