Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Sérhæfð heilbrigðisþjónusta og ráðgjöf fyrir einstaklinga með meðfædda og áunna ónæmisgalla

Sérfræðingar ónæmisfræðideildar sinna fjölþættri þjónustu er varðar greiningu, meðferð og eftirlit einstaklinga með astma-, ofnæmis- og ónæmissjúkdóma.

Ofnæmis- og ónæmissjúkdómar

  • Astmi, exem, ofsakláði og ofsabjúgur.

  • Ofnæmi og óþol fyrir fæðu eða lyfjum.

Bólgusjúkdómar

  • Hitasjúkdómar.

  • Sjálfsónæmissjúkdómar.

  • Æðabólgusjúkdómar.

  • Ofvirkni frumuhópa, td mastfrumna og rauðkyrninga.

Meðfæddar og áunnar ónæmisbilanir

Sértækar ónæmismeðferðir

  • Afnæmingar.

  • Bólusetningar.

  • Notkun ónæmisbælandi eða ónæmisörvandi lyfja.

  • Notkun mótefna til lækninga.

Bólusetningar og ónæmisgallar

Bólusetningar eru mikilvæg vörn gegn sýkingum.

  • Einstaklingar með ónæmisgalla ættu að ræða bólusetningar við lækni.

  • Einstaklingar með alvarlegan mótefnaskort mega ekki fá lifandi veikluð bóluefni.

  • Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf í símatíma, mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 14.

Tímasetning bólusetninga með mótefnagjöf
  • Í æð: Bólusetning viku fyrir næstu lyfjagjöf.

  • Undir húð: Bólusetning 2–3 dögum fyrir næstu gjöf.

Lind – félag um meðfædda ónæmisgalla

Nánar um styrktarfélagið Lind sem styður fólk með meðfædda ónæmisgalla, fjölskyldur þeirra og fagfólk.