Göngudeild ónæmisfræðideildar
Meðferðir og bólusetningar
Bólusetningar eru mikilvæg vörn gegn sýkingum.
Einstaklingar með ónæmisgalla ættu að ræða bólusetningar við lækni.
Einstaklingar með alvarlegan mótefnaskort mega ekki fá lifandi veikluð bóluefni.
Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf í símatíma, mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 14.
Tímasetning bólusetninga með mótefnagjöf
Í æð: Bólusetning viku fyrir næsta lyfjagjöf.
Undir húð: Bólusetning 2–3 dögum fyrir næstu gjöf.
Tilgangur
Mótefni eru gefin til að bæta upp skort eða galla í ónæmiskerfi, eða sem hluti af meðferð við ákveðnum sjálfsofnæmis- og bólgusjúkdómum.
Undirbúningur
Læknir sækir um lyfjaleyfi, dælu og fylgihluti.
Hjúkrunarfræðingur boðar þig í viðtal.
Gott er að kynna sér fræðslu og kennslumyndband fyrir fyrstu komu.
Lyfið er sótt í apótek og tekið með í fyrsta tíma.
Meðferð á göngudeild
Fræðsla og verkleg kennsla fer fram á A3 í Fossvogi (börn á 23E).
Meðferð er vikuleg og gefin undir húð.
Gera má ráð fyrir 2 til 3 klukkustunda dvöl í fyrstu heimsóknum.
Kennsla fer fram í allt að þrjú skipti eða þar til þú ert öruggur með heimameðferð.
Kostnaður
Lyf og dæla eru að fullu niðurgreidd. Fylgihlutir eru niðurgreiddir að 95%.
Eftirlit
Spurningalistar sendir í gegnum Heilsuveru áður en meðferð hefst og síðan á 6 mánaða fresti.
Blóðprufur eftir 6 mánuði og síðan árlega.
Árlegt viðtal við sérfræðilækni.
Hjúkrunarfræðingar eru í síma mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 14.
Tilgangur
Mótefnagjöf (immúnóglóbúlín) styrkir ónæmiskerfið og hjálpar líkamanum að berjast gegn sýkingum.
Notuð þegar einstakling skortir mótefni, framleiðir gölluð mótefni eða við ákveðna sjálfsónæmis- og bólgusjúkdóma.
Undirbúningur
Fyrir upphaf meðferðar fyllir einstaklingur út spurningalista í gegnum Heilsuveru.
Spurningalistinn er endurtekin á 6 mánaða fresti til að fylgjast með árangri.
Meðferð
Gefin í æð á:
Dagdeild lyflækninga B1
Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga (11B)
Göngudeild gigtar- og sjálfsofnæmis (Eiríksstöðum)
Dagdeild barna (23E)
Eftirlit
Blóðprufur eftir 6 mánuði og síðan árlega.
Árlegt viðtal við sérfræðing.
Arfgengur ofsabjúgur er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur endurteknum bólgu- og bjúgköstum vegna galla í stýripróteini (C1 esterasainhibitor).
Meðferð
Lyf sem bæta upp próteinskort eru gefin í æð eða undir húð.
Meðferð er sniðin að þörfum hvers og eins.
Hjúkrunarfræðingar veita fræðslu, eftirlit og kennslu við lyfjagjöf.
