Göngudeild lyflækninga A3
Þjónusta
Á göngudeild lyflækninga A3 koma sjúklingar í
viðtöl og eftirlit vegna lungna, ofnæmis- og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu
greiningu og meðferð við lungnasjúkdómum, ofnæmissjúkdómum og smitsjúkdómum
reglulegt eftirlit vegna langvinnra eða alvarlegra sjúkdóma
ýmsar rannsóknir og meðferðir
Deildir og þjónusta
Göngudeild lungnasjúkdóma
Almenn göngudeild lungnasjúkdóma
Lungnarannsóknarstofa
Sérhæfð lungnagöngudeild
Sérfræðimóttaka
Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga
Göngudeild ofnæmissjúkdóma
Ofnæmispróf til að greina lyfja- eða fæðuofnæmi og afnæming.
Húðpróf fyrir mismunandi ofnæmisvökum.
Kennsla á notkun astmalyfja og ákveðinna líftæknilyfja.
Göngudeild smitsjúkdóma
Greining, eftirfylgni, smitrakning, fræðsla og stuðningur vegna einstaklinga með tilkynningarskylda smitsjúkdóma, einkum HIV, lifrarbólgu C og berkla.
HIV forvarnir og fyrirbyggjandi lyfjameðferð fyrir (PrEP - pre-exposure prophylaxis) og eftir (PEP - post-exposure prophylaxis) mögulega HIV útsetningu.
Sinnir sjúklingum með flóknar sýkingar sem krefjast lengri sýklalyfjameðferðar í æð og útskrifast heim með stuðningi.
Lyfjablöndun og lyfjagjöf hjá sjúklingum sem greinast með COVID-19 og þurfa sérhæfða lyfjameðferð í æð.
Dagdeild Lyflækninga A3
sjá nánar á síðu deildarinnar
Göngudeild ónæmisfræðideildar
Sérhæfð heilbrigðisþjónusta og ráðgjöf fyrir einstaklinga með meðfædda og áunna ónæmisgalla
sjá nánar á síðu deildarinnar
