Göngu- og samfélagsdeild L0
Þjónusta
Á deildinni er veitt greining, meðferð, stuðning, ráðgjöf og eftirfylgd til einstaklinga 67 ára og eldri með langvarandi heilsuvanda og minnkandi færni, og aðstandenda þeirra.
Tilvísun frá lækni er nauðsynleg til að fá þjónustu á göngudeild Landakots.
Mótttökur göngu- og samfélagsdeildar skiptist eftir viðfangsefnum
Almenn móttaka
Greining og mat á meðferðar- og endurhæfingarmöguleikum þegar um langvarandi heilsubrest og versnandi færni er að ræða og eftirlit sé þörf á flóknum meðferðar- og þjónustuúrræða.
Byltu- og beinverndarmóttaka
Læknar geta vísað á móttökuna þar sem fram fer greining á orsökum endurtekinna byltna.
Minnismóttaka - Memory Clinic
Greining heilabilunar og minnissjúkdóma. Minnismóttaka fyrir einstaklinga með einkenni heilabilunarsjúkdóma. Helstu einkenni eru:
minnistap
skert ratvísi
verkstol
málstol
möguleg geðræn einkenni eins og ranghugmyndir, þunglyndi, kvíði, dægurvilla.
Hjúkrunarmóttaka
Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, aðstæðum og þjónustuþörf. Gerð er áætlun um þjónustu og henni fylgt eftir.
Greiningarmóttaka
Fyrir aldraða með fjölþætt heilsufarsvandamál. Þangað er vísað sjúklingum sem hafa endurtekið þurft að leita á bráðamóttöku og þurfa frekari aðkomu hjúkrunarstarfsfólks.
