Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Fæðingarvakt veitir þjónustu við konur í eðlilegri fæðingu og konur með áhættuþætti eða heilsufarsvandamál sem krefjast sérhæfðs eftirlits.

Ljósmæður veita símaráðgjöf allan sólarhringinn fyrir konur eftir 22. viku meðgöngu.

Hafðu samband ef:

  • fæðing er talin hafin

  • legvatn er farið að renna

  • mikil blæðing kemur frá leggöngum

  • áhyggjur eru af minnkuðum fósturhreyfingum

Ef vandamál er brátt og meðgöngulengd hefur ekki náð 22 vikum

Fyrir 12-21 vikna meðgöngur

Ef veruleg blæðing verður, hafðu samband við:

  • Göngudeild mæðraverndar á dagvinnutíma: 543 3253

  • Meðgöngu- og sængurlegudeild utan dagvinnutíma: 543 3220

Minna en 12 vikur liðnar af meðgöngutíma
  • Bráðamóttöku kvenna á dagvinnutíma: 543 3266

  • Utan dagvinnutíma: 543-1000

Vandamál á meðgöngu sem ekki eru bráð skal beina til ljósmóður í mæðravernd eða Læknavakt 1700

Fæðing

Fæðing er viðkvæmt ferli og mæla ljósmæður og læknar fæðingarvaktar með því að aðeins einn stuðningsaðili sé viðstaddur fæðingu. Ólíkar þarfir fyrir stuðning í fæðingu eru samt hafðar í huga.

  • Konur sem þurfa á því að halda að hafa annan stuðningsaðila með sér í fæðingu, þurfa að ræða það þegar hringt er á deildina í aðdraganda fæðingar eða við komu á deildina.

  • Konur dvelja á fæðingarvaktinni meðan á fæðingu stendur og í um tvær klukkustundir eftir fæðinguna. Heimsóknir á þessum tíma eru ekki taldar æskilegar.

Eftir fæðingu er útskrift heim eða á meðgöngu- og sængurlegudeild.

Algengar spurningar og svör