Bráðamóttaka Fossvogi
Þjónusta bráðamóttöku
Bráðamóttakan í Fossvogi sinnir móttöku veikra og slasaðra. Hún er sú stærsta á landinu og þangað leita að meðaltali 200 sjúklingar á dag.
Þegar þú kemur
Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða einstaklingum eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss.
Hjúkrunarfræðingur metur alla sem koma á bráðamóttöku strax við komu.
Sjúklingum er forgangsraðað og flokkaðir samkvæmt fimm flokka forgangsflokkunarkerfi þar sem að mest aðkallandi vandamálum er sinnt fyrst.
Þegar hjúkrunarfræðingur hefur lagt mat á eðli áverka eða alvarleika veikinda er sjúklingnum vísað í viðeigandi farveg.
Önnur þjónusta sem fram fer á Bráðamóttöku í Fossvogi
Minni veikindi og smærri slys
Símaráðgjöf
Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 1700 eða 1770
Heilsugæslustöðvum virka daga frá 8 til 16
Netspjall Heilsuveru
Móttaka
Læknavaktin, sem er opin á:
virkum dögum frá 17 til 23:30
um helgar 9 til 23:30
Nánar á vef Læknavaktarinnar
Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, eru flestar með síðdegismóttöku.
