Blæðaramiðstöð
Efnisyfirlit
Þjónusta
Blæðara- og storkumeinamiðstöð þjónar öllu landinu
Blæðara- og storkumeinamiðstöð þjónar öllu landinu með rannsóknum, ráðgjöf og meðhöndlun á blæðinga- og ofstorknunarsjúkdómum.
Starfsemin felst í:
erfðafræðilegri greiningu og erfðaráðgjöf í samvinnu við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
meðferð og eftirliti með skjólstæðingum miðstöðvarinnar.
Genagreining fyrir hugsanlega arfbera og væntanlega foreldra
Öllum hugsanlegum arfberum og væntanlegum foreldrum stendur til boða að fara í genagreiningu til að rannsaka hvort viðkomandi hafi eða sé arfberi blæðingasjúkdóms.
Tekið er blóðsýni sem greint er á Landspítalanum eða á rannsóknastofu erlendis.
Þátttaka í genagreiningu er valfrjáls og niðurstöðurnar eru alfarið í höndum viðkomandi.
Blæðingasjúkdómar
Flestir blæðingasjúkdómar eru arfgengir og vara lífið á enda. Helstu blæðingasjúkdómar eru:
Dreyrasýki A, sem er skortur á storkuþætti VIII
Dreyrasýki B, sem er skortur á storkuþætti IX
Von Willebrand sjúkdómur er arfgengur en er sjaldan eins alvarlegur og dreyrasýki
Gallar í blóðflögum
Bernard-Soulier og Glanzman sjúkdómar, eru arfgengir og nokkuð alvarlegir
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá hjúkrunarfræðingi og læknum blæðaramiðstöðvar.
Áríðandi skilaboð til fagfólks!
Læknar sem fá blæðara til meðferðar ættu í öllum tilvikum að hafa samband við vakthafandi lækni blóðmeinafræðideildar. Sömuleiðis skyldu skurðlæknar aldrei gera aðgerðir á blæðurum eða tannlæknar tannaðgerðir án samráðs við lækni á blæðaramiðstöð.
