Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Þjónusta við skjólstæðinga

Fyrir hverja

Barna- og unglingageðdeild Landspítala veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri með samsettan geðrænan vanda margvíslega sérfræðiþjónustu.

Fólkið sem sinnir þjónustunni

Á barna- og unglingageðdeild starfar fólk úr mörgum fagstéttum; læknar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, listmeðferðarfræðingar, sjúkraliðar og heilbrigðis- og læknaritarar. Á legudeild starfa að auki ráðgjafar með fjölbreytta menntun og reynslu.

Innan bráðaþjónusta barna- og unglingageðdeildar Landspítala er sérhæft bráðateymi og hlutverk þess er að meta alvarleika bráðs geðræns vanda barns, svo sem sjálfsvígshættu, geðrofseinkenni, einkenni geðhvarfa og/eða brátt alvarlegt þunglyndi.

Starfsemin

Á barna- og unglingageðdeild eru göngu-, dag- og legudeild. Á deildunum er unnið í þverfaglegum teymum að greiningu og meðferð, og einnig er veitt ráðgjöf og fræðsla. Þjónustan tekur mið af þörfum barna og fjölskyldum þeirra.

Langflestir fá þjónustu á göngudeild eingöngu. Innlagnir á legudeild barna og unglinga eru nýttar þegar þörf er fyrir sérhæfða athugun og/eða meðferð umfram það sem hægt er að veita í göngudeild.

Nánar um starfsemi barna- og unglingageðdeildar í eftirfarandi bæklingi:

Þjónusta við fagaðila

Mikil samvinna er við þá aðila sem sinna frumgreiningu svo sem heilsugæslu og félagsþjónustu auk annarra fagaðila sem sinna barni og fjölskyldu í nærumhverfi. Áhersla er lögð á alúð í samskiptum og gott samstarf við foreldra/forráðamenn.

  • Á dagvinnutíma tekur bráðateymi á móti símtölum frá fagaðilum þar sem metin er þörf á aðkomu teymisins.

  • Utan dagvinnutíma er bráðaþjónustu sinnt á bakvakt.

Almenn símaráðgjöf vegna veikinda barna er veitt á Heilsugæslustöðvum og í síma 1700 allan sólarhringinn.

Vísun í þjónustu Barna og unglingageðdeildar

Ef grunur er um geðrænan vanda hjá barni eða unglingi byrja foreldrar oft á því að leita til fagfólks í nærumhverfi sínu, eins og á heilsugæslu, félagsþjónustu eða sálfræðiþjónustu skóla, sem geta vísað í þjónustuna.

Ábendingar og kvartanir

Ef foreldrar/forráðamenn eru með ábendingar eða kvartanir í tengslum við meðferð eða þjónustu barns er hægt að hafa samband við þjónustustjóra, deildarstjóra og yfirlækni í síma 543 4300 á göngudeild barna- og unglingageddeildar.