Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Sérfræðingur í votlendisteymi

16. apríl 2025

Land og skógur óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í votlendisteymi stofnunarinnar. Stofnunin sinnir mikilvægu hlutverki vegna endurheimtar votlendis og vöktunar á ýmsum þáttum votlendisvistkerfa landsins. Þetta er vaxandi málaflokkur og því leitum við eftir liðsauka í teymið. Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Umsóknarfrestur er til 14. apríl.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna að þróun og innleiðingu á kerfisbundinni vöktun á ástandi votlendisvistkerfa.

  • Vinna að úrvinnslu og birtingu gagna úr vöktun á ástandi votlendisvistkerfa.

  • Fræðsla og kynning á mikilvægi votlendis, vernd þess og og endurheimt.

  • Rannsóknir og þróunarstarf tengt votlendisvistkerfum.

  • Önnur verkefni Lands og skógar.

Hæfniskröfur

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi.

  • Þekking á vistfræði og úrvinnslu gagna er nauðsynleg.

  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun nauðsynleg.

  • Þekking og reynsla í fræðslu- og kynningarmálum er æskileg.

  • Þekking á votlendisvistkerfum er æskileg.

  • Mikill kostur ef viðkomandi hefur góða þekkingu á íslenskum gróðri og jarðvegi.

  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt.

  • Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg.

  • Færni í Office-forritum er nauðsynleg.

  • Færni í notkun landupplýsingakerfa er æskileg.

  • Ökuréttindi á fólksbifreið eru nauðsynleg.

Sækja um

Sótt er um starfið á Starfatorgi, https://island.is/starfatorg/x-41517

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2025.

Nánari upplýsingar veitir

Bryndís Marteinsdóttir, bryndis.marteinsdottir@landogskogur.is, sími 664 9121.