Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Land og skógur

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í votlendisteymi

Staðsetning

Óstaðbundið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

28.03.2025

Umsóknarfrestur

16.04.2025

Sérfræðingur í votlendisteymi

Land og skógur óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í votlendisteymi stofnunarinnar. Stofnunin sinnir mikilvægu hlutverki vegna endurheimtar votlendis og vöktunar á ýmsum þáttum votlendisvistkerfa landsins. Þetta er vaxandi málaflokkur og því leitum við eftir liðsauka í teymið.

Land og skógur er þekkingarstofnun sem hefur það meginmarkmið að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar og stuðla að sjálfbærri landnýtingu, með áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Stofnunin skal vakta auðlindirnar, stuðla að aukinn þekkingu auk þess að virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila.

Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna að þróun og innleiðingu á kerfisbundinni vöktun á ástandi votlendisvistkerfa.

  • Vinna að úrvinnslu og birtingu gagna úr vöktun á ástandi votlendisvistkerfa.

  • Fræðsla og kynning á mikilvægi votlendis, vernd þess og og endurheimt.

  • Rannsóknir og þróunarstarf tengt votlendisvistkerfum.

  • Önnur verkefni Lands og skógar

Hæfniskröfur

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi.

  • Þekking á vistfræði og úrvinnslu gagna er nauðsynleg.

  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun nauðsynleg.

  • Þekking og reynsla í fræðslu- og kynningarmálum er æskileg.

  • Þekking á votlendisvistkerfum er æskileg.

  • Mikill kostur ef viðkomandi hefur góða þekkingu á íslenskum gróðri og jarðvegi.

  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt.

  • Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg.

  • Færni í Office-forritum er nauðsynleg.

  • Færni í notkun landupplýsingakerfa er æskileg.

  • Ökuréttindi á fólksbifreið eru nauðsynleg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.

Markmið Lands og skógar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar er starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun. Land og skógur hefur innleitt græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

Störfin eru fjölbreytt og henta öllum kynjum. Starfshlutfall er 100%.

Auglýsingin getur gilt í sex mánuði frá birtingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 16.04.2025

Nánari upplýsingar veitir

Bryndís Marteinsdóttir, bryndis.marteinsdottir@landogskogur.is

Sími: 6649121

Þjónustuaðili

Land og skógur

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í votlendisteymi

Staðsetning

Óstaðbundið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

28.03.2025

Umsóknarfrestur

16.04.2025