Vernd votlendis
Votlendi fóstrar mikilvæg vistkerfi og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Votlendi er mikilvægt búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra. Stór hluti fugla á Íslandi byggir afkomu sína að einhverju leyti á votlendi og þar eru oft mjög fjölbreyttar tegundir plantna og smádýra. Í vernd votlendis felst því vernd líffræðilegrar fjölbreytni.
Vernd votlendis er mikilvæg því votlendi er mikilvægt vistkerfi:
Votlendi er heimili margra fugla, plantna og smádýra.
Það geymir mikið kolefni og vernd þess kemur í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.
Votlendi temprar vatnsflæði, dregur úr flóðum og eykur vatnsgæði.
Verndun og endurheimt votlendis hjálpar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Með endurheimt raskaðra votlendissvæða fáum við til baka ýmis gæði sem óraskað votlendi gefur okkur:
Fuglategundir koma til baka.
Jákvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni.
Vatnsgæði.
Binding gróðurhúsalofttegunda.
Besti kosturinn er ávallt að óraskað votlendi fái að vera óraskað áfram.