Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vel gert!

3. júlí 2024

Nýverið var unnið að lagningu rafstrengs við Gunnarsholt á Rangárvöllum. Til þess var tekið hversu vel væri vandað til verka og lítil ummerki sæjust eftir verkið.

Verkið fólst í lagningu rafstrengs í jörðu frá Hellu í Gunnarsholt og fleiri jarðir á svæðinu. Við þessa framkvæmd verður lögð af gömul loftlína sem farin er að láta á sjá. Með þessu eykst afhendingaröryggi rafmagns á svæðinu.

Garðar Þorfinnsson, landgræðslufulltrúi hjá Landi og skógi á Suðurlandi, vakti athygli á því að frágangur eftir lagningu strengsins væri til mikillar fyrirmyndar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Rarik stendur fyrir þessum framkvæmdum en fyrirtækið Línuborun sem sér um framkvæmdina.

Æði oft er mestri athygli beint að því sem aflaga fer en sjaldnar að því sem vel er gert og til fyrirmyndar. Hér er gott dæmi um vönduð vinnubrögð og góða umgengni við umhverfi og náttúru sem gefur gott fordæmi fyrir aðrar framkvæmdir, hvort sem þær eru í byggð eða óbyggð. Vel gert!