Fara beint í efnið
Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Skógurinn okkar á Skógardeginum mikla

25. júní 2024

Lagið Skógurinn okkar eftir Hrein Halldórsson varð hlutskarpast í úrslitum lagakeppni Skógardagsins mikla sem voru meðal dagskráratriða á hátíðinni.

Bjarki Sigurðsson, Íslandsmeistari í skógarhöggi 2024, hampar sigurlaununum.

Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, setti Skógardaginn mikla að þessu sinni. Að sögn skipuleggjenda fór dagurinn mjög vel fram. Náttúruskólinn bauð upp á margs konar leiki fyrir börn, Ellen á Gíslastöðum teymdi undir börnum sem vildu komast á hestbak og margt fleira var til skemmtunar. Esther Jökulsdóttir og fylgdarsveinar voru með tónlistaratriði á sviði og sömuleiðis fluttu Guðmundur R. og Jón Hilmarsson tónlistaratriði á sviði.

Í ár var efnt til lagakeppni í tilefni af því að nú var Skógardagurinn haldinn í tuttugasta skipti. Undanúrslit voru í aðdraganda Skógardagsins mikla á föstudag en úrslitin á laugardag.

  • Hlutskarpast varð lagið Skógurinn okkar eftir Hrein Halldórsson.

  • Í öðru sæti lenti lag sem Arnar Freyr Halldórsson Warén samdi ásamt Sigríði Friðnýju Halldórsdóttur og kallast einfaldlega Skógardagurinn mikli.

  • Í þriðja sæti varð lagið Á skógardaginn eftir Skógarpúkana.

Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi fór fram einnig á Skógardeginum mikla.

  • Hlutskarpastur varð Bjarki Sigurðsson, verkstjóri hjá Landi og skógi Hallormsstað sem keppti með Husquarna-keðjusög.

  • Annar varð Mates Ciselar frá Skógarmönnum á Akureyri með Stihl-sög.

  • Þriðji varð Sigfús Jörgen Oddsson sem keppti fyrir hönd sauðfjárbænda með Husquarna-sögina sína.

Nautakjötið, lambakjötið og pylsurnar runnu vel niður að vanda ekki síður en ketilkaffið og eldbakaðar lummurnar sem sömuleiðis voru á boðstólum að hætti skógarmanna.

Að Skógardeginum mikla standa Félag skógarbænda og Land og skógur Hallormsstað ásamt Félagi nautgripabanda á Héraði og Fjörðum og Félagi sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum.

Meðfylgjandi myndir tók Anna Jakobs á hátíðinni.

Ungir gestir kljúfa eldivið

Ungir gestir kljúfa eldivið.

Listaverk unnin á staðnum

Listaverk unnin á staðnum

Frá hátíðarsvæðinu þar sem skógarhöggskeppnin fór fram

Frá hátíðarsvæðinu þar sem skógarhöggskepnin fór fram.

Skógarpúkarnir fengu þriðju verðlaun í lagakeppni Skógardagsins mikla

Skógarpúkarnir sem lentu í þriðja sæti í lagakeppninni.

Skógarlummugerð

Lummur steiktar yfir eldi.