Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Samningur um langtímarannsóknir í skógrækt í Gunnarsholti

1. október 2025

Undirritaður hefur verið samningur milli Lands og skógar og Landbúnaðarháskól Íslands um áframhald og formfestu tveggja langtímatilrauna í skógrækt í Gunnarsholti.

Um er að ræða annars vegar Tilraunaskóginn í Espiholti þar sem verkefni hófst árið 1989 í samstarfi íslenskra og kanadískra stofnana, og hins vegar LT-verkefnið sem hófst árið 2002 með fjölbreyttum trjáblöndum í Ketluskógi og Spámannsstaðaskógi. Bæði verkefnin hafa síðustu ár verið rekin í óformlegu samstarfi aðila, en með nýjum samningi er tryggður skýr rammi til framtíðar um hlutverk, ábyrgð og nýtingu tilraunasvæðanna.

Samningurinn kveður meðal annars á um að stofnanirnar skipi sérstakt samstarfsráð sem fer með ábyrgð á meðferð svæðanna og að rannsóknainnviðir þeirra verði áfram opnir fyrir ný verkefni og umsóknir í samkeppnissjóði.

Ágúst Sigurðsson, forstjóri Lands og skógar, og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans, undirrituðu samninginn föstudaginn 26. september.

Meðfylgjandi myndir hefur Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LbhÍ, á rannsóknasvæðinu tekið af rannsóknarstarfi í asparskóginum í Gunnarsholti. Ýmsum brögðum þarf að beita við slíkar rrannsóknir eins og myndirnar bera með sér. Sérstæðust þykir ef til vill sú aðferð sem sést á neðstu myndinni þar sem haglabyssu er beitt til að ná í greinar hátt uppi í trjánum.