Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Opnun tjaldsvæða í þjóðskógum

16. maí 2025

Tjaldsvæðin í og við þjóðskóga landsins eru nú að opnast eitt af öðru. Opið verður um helgina í Selskógi Skorradal, við Reykjarhól í Varmahlíð Skagafirði, í Ásbyrgi, Hallormsstaðaskógi og Þjórsárdal. Í Vaglaskógi er reiknað með að opna 23. maí.

Óvenjuvel hefur vorað þetta árið og ástand er almennt gott á tjaldsvæðum þannig að nú eru aðstæður með besta móti til tjaldferða, ekki síst í þjóðskógunum sem bjóða upp á skjól og fjölbreytta möguleika á útivist og náttúruskoðun. Land og skógur rekur tjaldsvæði í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi en annars staðar þar sem tjaldsvæði eru rekin í eða við þjóðskóga er reksturinn á annarra höndum.

Selskógur í Skorradal

Opnað laugardaginn 17. maí - Skoða

Reykjarhóll Varmahlíð

Opnað 15. maí - Skoða

Vaglaskógur

Opnað 23. maí (fastleigustæði viku síðar) - Skoða
Nánar um Vaglaskóg

Ásbyrgi

Opnað 15. maí - Skoða

Hallormsstaðaskógur

Sandártunga Þjórsárdal

Opnað 16. maí - Skoða

Velkomin í þjóðskógana!