Mannauðsstjóri óskast
25. október 2024
Land og skógur auglýsir eftir mannauðsstjóra í fullt starf án staðsetningar. Sótt er um starfið á Starfatorgi og umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember.
Land og skógur leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu og vernd gróðurauðlinda á Íslandi með landgræðslu, nýskógrækt og friðun skóga til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri landnýtingu. Leitað er að mannauðsstjóra. Starfið er óstaðbundið.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stefnumótun í mannauðsmálum og eftirfylgni, greiningar og mannauðs- mælikvarðar, stjórn mannauðsteymis Lands og skógar.
Mat á mannaflaþörf, umsjón með ráðningum, móttöku og þjálfun nýliða, starfslýsingum, tilfærslum í starfi og starfslokum.
Ferlar mannauðsmála, þróun, eftirfylgni og umbætur, uppfærsla starfsmannahandbókar, umsjón með starfsmannasamtölum.
Þátttaka í stefnumótun Lands og skógar og seta í framkvæmdaráði.
Stjórnendaráðgjöf – stuðningur við stjórnendur.
Starfsþróun og fræðsla, öryggis- og vinnuverndarmál starfsfólks, þátttaka í viðburðastjórnun og önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun eða starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar eða önnur menntun eða starfsreynsla sem nýtist við mannauðsstjórnun.
Útsjónarsemi, greiningarhæfni og skipulagsfærni.
Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Þetta er fullt starf sem hentar öllum kynjum. Starfið er óstaðbundið.
Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Sigurðsson: agust.sigurdsson@landogskogur.is