Fara beint í efnið
Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Laus staða skógræktarráðgjafa á Vesturlandi

16. janúar 2024

Land og skógur leitar að skógræktarráðgjafa í starfstöð sína á Vesturlandi. (Uppfært 27. janúar: Umsóknarfrestur er liðinn.)

Dreifingarstöð skógarplantna á Vesturlandi

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Áætlanagerð og ráðgjöf.

  • Grunnkortlagning, gerð ræktunar- og umhirðuáætlana, kennsla á grunnnámskeiðum fyrir skógarbændur.

  • Gæðaúttektir og árangursmat framkvæmda á sviði skógræktar.

  • Stuðla að þróun viðarafurða og verðmætasköpun úr skógum.

  • Önnur verkefni Lands og skógar.

Hæfniskröfur

  • Háskólagráða í skógfræði og reynsla af skógrækt er nauðsynleg.

  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt.

  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

  • Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg.

  • Færni í Office-forritum er nauðsynleg.

  • Færni í notkun ArcGIS-hugbúnaðar er æskileg.

  • Reynsla af verkefnastjórn, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg.

  • Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2024.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.

  • Starfshlutfall er 100%.

  • Umsóknarfrestur er til og með 26.01.2024

Um Land og skóg

Land og skógur er þekkingarstofnun sem hefur það meginmarkmið að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar, nýta land af sjálfbærni, vakta og hafa yfirsýn, draga úr losun og stuðla að bindingu kolefnis og virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila um gróður- og jarðvegsvernd, sjálfbæra nýtingu lands, uppbyggingu og endurheimt vistkerfa, skóga og skógrækt.

Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Á Vesturlandi eru starfstöðvar Lands og skógar í Hvammi Skorradal og á Hvanneyri.

Markmið Lands og skógar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar er starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun

Land og skógur hefur innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrefna Jóhannesdóttir hrefna.johannesdottir@landogskogur.is – 626 1016, sviðstjóri ræktunar og nytja.