Jafnréttisáætlun viðurkennd af Jafnréttisstofu
12. september 2025
Nýverið hlaut jafnréttisáætlun Lands og skógar viðurkenningu Jafnréttisstofu sem þýðir að áætlunin uppfyllir kröfur lagaum jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Endurnýjun áætlunarinnar skal fara fram eigi síðar en í júní 2028.

Í jafnréttisáætlun Lands og skógar er byggt á grunngildum stofnunarinnar, þekkingu, samvinnu og trausti, svo tryggja megi bæði velferð starfsfólks og þá þjónustu sem stofnunin veitir. Áætluninni er ætlað að sýna að Land og skógur hafi jafnrétti sem leiðarljós í starfi sínu og það sé grundvöllur fjölbreytni og virðingar. Jafnréttisáætlun stofnunarinnar miðar að því að gera stofnunina að góðum og eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.
Áætlunin er aðgengileg á vef Lands og skógar undir „Um Land og skóg“ í efnisyfirliti. Hér er líka tengill:
