Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Alþjóðlegi líffjölbreytnidagurinn er í dag

22. maí 2025

Ört vaxandi landhnignun leiðir til þess að við erum að tapa jarðvegi hratt, gæðum og líffræðilegri fjölbreytni hans, með verulegum neikvæðum afleiðingum fyrir heilsu manna um allan heim. Takast þarf á við allar þrjár meginógnirnar sem að okkur steðja í umhverfsmálum til að mannkyn geti átt framtíð á jörðinni.

Þetta kemur fram í grein Önnu Maríu Ágústsdóttur, jarðfræðings hjá Landi og skógi, sem hún skrifar á Vísi í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni sem er í dag.

Fyrirsögn greinarinnar er „Sam­hljómur við náttúruna og sjálf­bæra þróun“. Í greininni fer Anna María yfir þær þrenns konar ógnir í umhverfismálum sem við glímum nú við, loftslagsbreytingar, mengun og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Á degi líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí sé mál og hollt að líta á stöðu mála. Anna María skrifar.

Tap fjölbreytninnar er meiriháttar mál sem hefur neikvæð áhrif á jörðina alla og vellíðan fólks. Þetta eru samtengdir þættir þannig að takast á við einn þeirra þýðir að takast þarf á við hina á sama tíma. Einungis þannig eigum við lífvænlega framtíð hér á jörð.

Því næst útskýrir hún líffræðilega fjölbreytni og fjallar á fróðlegan hátt um jarðveg og jarðvegslíf og mikilvægi þess fyrir lífið á jörðinni en ræðir líka um alþjóðleg markmið, samninga og skuldbindingar sem mikilvægt sé að uppfylla.

Það er kominn tími til að viðurkenna mikilvægt hlutverk og stjórna líffræðilegri fjölbreytni í jarðvegi sem vannýttri auðlind til að ná langtímamarkmiðum um sjálfbærni sem tengjast heilsu manna á heimsvísu, ekki aðeins til að bæta jarðveg, fæðuöryggi, sjúkdómavarnir, vatns- og loftgæði, heldur vegna þess að líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi tengist öllu lífi og veitir víðtækari, grundvallar vistfræðilegan grunn fyrir samstarf við aðrar greinar til að bæta heilsu manna.

Gleðilegan alþjóðadag líffjölbreytni!

Grein Önnu Maríu á Vísi

Alþjóðlegur dagur líffjölbreytni