Millisafnalán
Hljóðbókasafns Íslands hefur gert samkomulag við hljóðbókasöfn Norðurlanda nema það danska.
Því geta lánþegar fengið lánað efni á þessum söfnum í gegnum Hljóðbókasafn Íslands.
Þetta á ekki við um rafbækur (e-books).
Námsefni fyrir háskóla
Mikið af námsefni fyrir háskóla er að finna hér:
Danska safnið leyfir ekki að sóttar séu bækur í gagnagrunn þeirra.
Hægt er að gerast lánþegi hjá Nota í gegnum staðfestingu hjá Hljóðbókasafni. Umsókn má nálgast hér: Umsókn hjá Nota
Finnist bókin sem leitað er að á erlendu safni er best að afrita slóðina sem vísar á þá bók og senda á netfangið hbs@hbs.is. Þá er bókin sótt og bætt í Hljóðbókasafnið.

Kynning á Hljóðbókasafni Íslands
Hljóðbókasafn Íslands gefur öllum sem búa við sjónskerðingu eða lestrarörðugleika tækifæri til að njóta bóka og stunda nám.

Hvernig hlusta ég?
App sem þú getur náð í á Play Store fyrir Android eða App Store fyrir Apple síma og spjaldtölvur.
Hlustað á vefnum okkar.
Vefvarp Blindrafélagsins sem þarf sérstakan aðgang og tæki til að nota.

