Viðurkenning fyrir Græn skref
21. mars 2025
Fyrir skömmu náði Hljóðbókasafnið fimmta og síðasta Græna skrefinu.


Hvert skref inniheldur 20-40 aðgerðir til að innleiða grænan rekstur. Aðgerðunum í hverju skrefi er skipt í sjö flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í skrifstofurekstri. Til að standast úttekt þarf að uppfylla a.m.k. 90% aðgerða í hverju skrefi. Framundan er svo að viðhalda þessum góða árangri og halda áfram að hugsa grænt. Á myndinni má sjá tvo þriðju af umhverfisráði safnsins með viðurkenningu frá Umhverfisstofnun.