Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Útlán Hljóðbókasafnsins verða hluti deilisjóðs

10. mars 2021

Reglum um greiðslur fyrir afnot efnis á bókasöfnum hefur verið breytt með þeim hætti að eftirleiðis verða útlán Hljóðbókasafns Íslands talin með.

Merki Hljóðbókasafnsins

Höfundar fá því greitt fyrir útlán safnsins með sama hætti og fyrir útlán hjá Háskólabókasöfnum og almenningsbókasöfnum. Kostnaður vegna þessa greiðist af árlegri fjárveitingu Alþingis. Rétthöfum er bent á að sækja þarf um hjá Rithöfundasambandi Íslands á þar til gerðum eyðublöðum. Nægjanlegt er að sækja um einu sinni og gildir umsókn þá ótímabundið.

Greiðslur vegna útlána ársins 2020 munu berast til rétthafa í lok maí 2021.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur