Úthlutun Skerfs styrkárið 2024
10. febrúar 2025
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lokið við úthlutun styrkja til hagnýtingar og innleiðingar íslenskrar máltækni fyrir styrkárið 2024.


Styrkirnir, sem voru auglýstir undir heitinu Skerfur, eru hluti af máltækniáætlun 2. Alls voru 12 verkefni styrkt og okkur á Hljóðbókasafninu til gleði var verkefni okkar eitt af þeim sem hlutu styrk. Verkefnið nefnist „MathCAT fyrir íslensku“ og er hugbúnaður sem gerir talgervlum kleift að lesa STEM-bækur (raungreinabækur).