Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Útgáfa án aðgreiningar – ráðstefna

9. nóvember 2020

Hljóðbókasafn Íslands hefur lengi verið virkt í alþjóðlegu samstarfi, enda er starfsemin mjög sérhæfð og gagnlegt samstarf er einna helst að finna hjá systursöfnum á erlendri grund.

Merki Hljóðbókasafnsins

Ein birtingarmynd þessa samstarfs er NIPI sem er samstarfsverkefni fimm norrænna systursafna sem öll bera ábyrgð á að gera bækur og annað lesefni aðgengilegt þeim sem ekki geta lesið prentað letur sér til gagns.

Miðvikudaginn 11. nóvember heldur NIPI (Nordic Inclusive Publishing Initiative) ráðstefnu sem sérstaklega er ætluð útgefendum og starfsfólki bókasafna, þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar með sérþekkingu á fjölmörgum hliðum rafrænnar og aðgengilegrar útgáfu munu kynna fyrir lykilþátttakendum úr norrænni útgáfu hvað þarf til til að ástunda útgáfu án aðgreiningar.

Af hverju ættu útgefendur að gera bækur sínar aðgengilegar? Með því ná þeir til fjölbreyttari lesendahóps og fjölga þar með viðskiptavinum sínum og gera vörur sínar nothæfar og áhugaverðar fyrir alla. Einnig kallar lagaumhverfi nánustu framtíðar á aðgerðir meðal útgefenda, ritstjóra, höfunda og dreifingaraðila til að leggja áherslu á útgáfu án aðgreiningar frá grunni.

Til að framleiða aðgengilegar bækur þarf bæði skilning á þörfum lesenda og hagnýta þekkingu á því hvernig hægt er að taka á þeim. Aðaláhersla Include! ráðstefnunnar er því á að fræða og upplýsa hagsmunaaðila um hvernig best sé að feta þessa slóð til aðgengilegri framtíðar fyrir alla.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur