Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Starfskynning á Hljóðbókasafni Íslands

5. júní 2025

Hljóðbókasafnið fékk á dögunum nemanda í starfskynningu úr 10. bekk í Áslandsskóla í Hafnarfirði.

Lea Karen Friðbjörnsdóttir hefur verið blind frá mjög ungum aldri og hefur alla tíð notað þjónustu Hljóðbókasafns Íslands. Það var því kærkomið fyrir safnið að fá að kynnast henni betur og fá vitneskju um hvað mætti gera betur, hvaða bækur hana langaði til að safnið gerði aðgengilegar og svara þeim fjölmörgu spurningum sem Lea hafði um safnið og starfsemi þess. Næsta vetur byrjar Lea nám í Flensborgarskóla og safnið er í samvinnu við Sjónstöð Íslands byrjað að undirbúa námsefni til að mæta því. Heimsóknin var fróðleg og skemmtileg fyrir alla aðila og bjartsýni, dugnaður og jákvætt viðhorf Leu einstaklega smitandi.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur