Kynning hjá Hringsjá
20. september 2023
Starfsmenn Hljóðbókasafns Íslands fagna öllum tækifærum til að kynna þjónustu safnsins og í gær var kynning hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
Hringsjá er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla og vilja hefja nám að nýju.
Hjá Hringsjá kemst safnið í samband við nýnema og styður með þjónustu sinni við þá sem eiga erfitt með prentað letur og/eða eiga í lestrarörðugleikum.
Á myndinni eru náms- og starfsráðgjafarnir Anna Sigríður Einarsdóttir og Hrafney Svava Þorsteinsdóttir ásamt starfsmönnum Hljóðbókasafnsins, Alfreð Halldórssyni sérfræðingi í námsbókagerð og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur forstöðumanni safnsins.