Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hljóðbókasafnið hlaut Samfélagslampann 2019

23. ágúst 2019

Hljóðbókasafn Íslands hlaut nýlega Sam­fé­lagslampa Blindra­fé­lags­ins, sam­taka blindra og sjónskertra á Íslandi.

Það var for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem af­henti lamp­ann í 80 ára afmælishófi Blindrafélagsins. Viðurkenninguna hlýtur safnið fyrir „ómetanlega þjónustu í áratugi við að opna aðgang blindra og sjónskertra einstaklinga að lesefni.“ Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.

Samfélagslampi Blindrafélagsins er einstakur gripur, handsmíðaður af Sigmari Ó Maríussyni, gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er festur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Steinflísin stendur á tveimur járnpinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum er síðan silfurskjöldur með áletrun um verkið og tilefni þess.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur