Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Forstöðumenn funduðu í Hvalfirði

23. júní 2023

Forstöðumenn norrænu hljóðbókasafnanna og safnsins í Sviss funduðu á Íslandi dagana 25. og 26. maí sl. Hópurinn fundar nokkrum sinnum á ári og hittist að jafnaði tvisvar á ári.

Forstöðumenn HBS

Að þessu sinni var Hljóðbókasafn Íslands gestgjafi og var fundurinn haldinn á Hótel Glym í Hvalfirði.

Efni fundarins var m.a. yfirferð með verkefnahópum s.s. tæknihópi, hópi sem fjallar um bækur fyrir börn og ungmenni, hópi sem vinnur við að bæta notendaviðmót og hópi sem fjallar um útgáfu án aðgreiningar. Ákveðið var að stofna tvo nýja hópa sem mun fjalla um bókakost og bókasafnskerfi annars vegar og Evrópulöggjöf um aðgengi hins vegar.

Samstarf af þessum toga er ómetanlegt fyrir lítið safn eins og Hljóðbókasafnið og hefur skilað sér á fjölmörgum sviðum í bættri þjónustu og auknu hagræði. Markmið samstarfsins er að skiptast á upplýsingum um stöðu og framþróun og vinna að ýmsum verkefnum, t.d. um tæknimál, samskipti við útgefendur, þjónustu við lánþega og gerð aðgengilegra bóka.

Söfnin hafa í sameiginlegri yfirlýsingu lýst því yfir að allir þurfi aðgang að upplýsingum og óheft tækifæri til samskipta til að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þetta er kjarninn í starfseminni, að búa til lausnir fyrir lesendur með lestrarhömlun.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur