Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Allar bækur aðgengilegar frá fyrstu hendi?

8. maí 2023

Hljóðbókasafn Íslands ásamt fimm norrænum systurstofnunum stóð fyrir og tók þátt í ráðstefnu um inngildandi bókamarkað í Malmö dagana 25.-26. apríl sl.

Merki Hljóðbókasafnsins

Ráðstefnan bar yfirskriftina Include 2023 og fjallaði um þær mikilvægu breytingar sem eru framundan samkvæmt Evrópulöggjöf um aðgengi að öllu prentuðu efni.

Útgáfa án aðgreiningar frá fyrstu hendi er mikil réttarbót og nauðsynlegt er fyrir útgefendur að kynna sér hvernig best megi undirbúa sig undir löggjöfina sem taka á gildi árið 2025. Hljóðbókasafn Íslands ásamt systurstofnunum á Norðurlöndum vill vera leiðandi í því að styðja við útgefendur og innleiðingu á bókamarkaði fyrir alla. Samkvæmt löggjöfinni eru minni útgáfur undanþegnar en ljóst er að aðgengileg útgáfa sem hentar blindum og prentleturshömluðum felur í sér tækifæri enda stækkar lesendahópurinn. Lesvenjur eru einnig að breytast og bókamarkaður þarf að laga sig að þeim breytingum.

Til að framleiða aðgengilegar bækur þarf skilning á þörfum ólíkra lesendahópa og aðaláhersla Include 2023 var á að fræða og upplýsa hagsmunaaðila, aðallega útgefendur, um hvernig hægt er að gera bækur aðlaðandi og notendavænar fyrir blinda og þá sem glíma við prentleturshömlun. Ráðstefnan var skipulögð af verkefnahóp sem kallast NIPI (Nordic Inclusive Publishing Initiative). Tveir starfsmenn Hljóðbókasafnsins sóttu ráðstefnuna heim en aðrir starfsmenn tóku þátt með rafrænum hætti.

Sjá má vefsíðu ráðstefnunnar hér
Sjá  allt um Evrópulöggjöfina um aðgengilegt efni hér

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur