Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

8. september er alþjóðadagur læsis

8. september 2023

Á alþjóðadegi læsis er vert að vekja athygli á nýfengnum aðgangi Hljóðbókasafns Íslands að alþjóðlegu bókaveitunni ABC (Accessible Books Consortium)

Accessible Books Consortium

ABC geymir efni á yfir 80 tungumálum fyrir fólk með prentleturshömlun og er ætlað að einfalda stofnunum sem þjónusta þann hóp að skiptast á bókum innbyrðis, lánþegum sínum til heilla. Stærstu flokkarnir eru enska, franska og spænska, en einnig má finna þúsundir bóka á til að mynda  þýsku, Norðurlandamálunum og pólsku.

Ísland er nýkomið í þetta samstarf sem kemur til í kjölfar fullgildingar Marrakesh-sáttmálans hér á landi.

Það er sérstakt fagnaðarefni að í dag fullgildir Úkraína sáttmálann. 

Í kjölfar þess gerum við okkur vonir um að geta aðstoðað fólk þaðan sem þarf á okkar þjónustu að halda.

Nánari upplýsingar um ABC.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur