40 ára afmæli fagnað á Hljóðbókasafni Íslands
31. maí 2022
40 ára afmæli Hljóðbókasafns Íslands var fagnað með veglegri dagskrá 5. maí síðastliðinn.
Vinir og velunnarar HBS fjölmenntu í húsakynni safnsins og þáðu léttar veitingar . Góðir gestir ávörpuðu samkomuna: Menningar- og viðskiptaráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir,
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagins, Øyvind Engh, forstöðumaður norska hljóðbókasafnsins NLB og
Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur auk þess sem Marín Hrafnsdóttir forstöðumaður safnsins flutti ávarp.
Már Gunnarsson og Iva Marín Adrichem sungu nokkur lög en Hlynur Þór Agnarsson sá um tónlist að öðru leyti.
Í tilefni afmælisins hefur verið sett upp sýning um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi í húsakynnum safnsins að Digranesvegi 5 og hefur sýningunni verið sjónlýst fyrir blinda og sjónskerta.