Gæðaviðmið
GEV ber að þróa gæðaviðmið á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði stofnunarinnar. Nú þegar hafa verið gefin út Gæðaviðmið fyrir félagsþjónustu við fatlað fólk. Voru þau unnin í náinni samvinnu við helstu hagaðila í málaflokknum og eru byggð á alþjóðaskuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir og lagaumhverfi sem er byggt á þeim. Gæðaviðmið eru hugsuð til leiðsagnar fyrir sveitarfélög og aðra þá sem veita fötluðu fólki þjónustu og gagnast jafnt eftirlitsaðilum, þjónustuveitendum og notendum þjónustunnar við að meta framkvæmd hennar.
Hér má finna útgefin gæðaviðmið:
Gæðaviðmið fyrir félagsleg þjónustu við fatlað fólk
Gæðaviðmið fyrir félagsleg þjónustu við fatlað fólk - Á auðlesnu máli