Fara beint í efnið
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Forsíða
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Forsíða

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Vinnu við gæðaviðmið í félagsþjónustu á Íslandi miðar vel áfram

12. nóvember 2024

Vinnustofu II um þróun gæðaviðmiða í félagsþjónustu á Íslandi var haldin af Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV). Sannur heiður og sómi var af þátttöku fjölda aðila sem mættu til samstarfs við GEV í þessu mikilvæga verkefni.

Frá vinnustofu 2 GEV

Afar ánægjulegt var að sjá hve margir sóttu Vinnustofu II sem haldin var föstudaginn 8. nóvember 2024 á Nauthóli í Reykjavík. Á vinnustofunni var unnið af miklu kappi og brennandi áhuga, m.a. úr þeim gögnum sem höfðu safnast á Vinnustofu I sem haldin var í maí á þessu ári.

Okkur er mikið í mun að vinna að gæðaviðmiðunum í góðu samstarfi við sem flesta hagsmunaaðila og á grundvelli bestu mögulegu þekkingar. Því var gleðilegt að fá til liðs við okkur ríflega 60 þátttakendur sem voru fulltrúar ráðuneyta, stofnanna, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka. Tilgangur fundarins er að kynna úrvinnslu efnis frá Vinnustofu I og samanburð við bestu þekkingu erlendis og rýna með vinnustofugestum fyrstu tillögu gæðaviðmiða í félagsþjónustu á Íslandi. Þetta er spennandi og mikilvæg vinna sem við trúum og vitum að verður mörgum til hagsbóta. Á fundinum var einnig farið yfir næstu skref og sýn og væntingar vinnustofugesta til hagnýtingar og innleiðingar gæðaviðmiðanna.

Gæðaviðmið eru undirstaða gæða í þjónustu og leiðarljós bæði í eftirliti og við veitingu leyfa. Þau eru einnig leiðbeinandi um bestu nálgun sveitarfélaga og annara þjónustuaðila við að veita félagsþjónustu með það að markmiði að stuðla að auknum gæðum og öryggi í allri þjónustu. Uppbygging og skipulag á starfsemi félagsþjónustu, ferlar við veitta þjónustu og samskipti hafa áhrif á gæðaútkomur og þann mælanlega árangur sem hlýst af þjónustunni.

Væntingar standa til að í upphafi næsta árs verði gæðaviðmiðin forprófuð meðal hagsmunaaðila og áætlað er að útgáfa þeirra verði að veruleika vorið 2025. Við hlökkum til framhaldsins og trúum því að gæðaviðmiðin séu mikilvæg í að bæta enn frekar þjónustuna til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið.

Frá vinnustofu 2 GEV
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)
Frá vinnustofu 2 (GEV)

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100