Fara beint í efnið

Upphaf vinnu við gæðaviðmið fyrir félgsþjónustu

31. maí 2024

Frábær þátttaka fjölmargra aðila var á vinnustofu GEV um gæðaviðmiði í félagsþjónustu. Mikil vinna fór fram og lifandi umræður áttu sér stað sem munu skila sér inn í umbætur í þjónustunni.

Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu

Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu á Íslandi, var haldin í dag 31. maí 2024 á Nauthóli í Reykjavík. Til vinnustofunnar mættu um 70 einstaklingar frá 38 sveitarfélögum, stofnunum eða hagsmunasamtökum. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri GEV hélt inngangserindi um faglega nálgun við gerð gæðaviðmiða út frá þörfum notenda þjónustunnar, gæðum, virði og útkomumælingum á árangri þjónustunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði hópinn og ræddi m.a. um að gæðaviðmið séu opinber viðmið sem við notum til að meta hvernig við nálgumst þarfir notenda í félagsþjónustu og tryggjum öryggi og gæði. Skipulögð borðvinna fór svo fram sem sérfræðingar frá GEV leiddu með fyrirfram skilgreindum verkefnum og beinni þátttöku allra vinnustofugestir.

Vinna við gerð gæðaviðmiða í félagsþjónustu er eitt af lykiverkefnum sem GEV ber ábyrgð á. Okkur hjá GEV er mikið í mun að vinna að gæðaviðmiðunum í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og á grundvelli bestu mögulegu þekkingar og því var afar ánægjulegt að sjá hve þátttakan var lifandi og góð í dag.

Gæðaviðmið eru undirstaða gæða í þjónustu og er ætlað að vera leiðarljós bæði í eftirliti með þjónustunni og við veitingu leyfa. Þau eru einnig leiðbeinandi um bestu nálgun sveitarfélaga og annara þjónustuaðila við að veita félagsþjónustu með það að markmiði að stuðla að auknum gæðum og öryggi í allri þjónustu. Uppbygging og skipulag á starfsemi félagsþjónustu, ferlar við veitta þjónustu og samskipti hafa áhrif á gæðaútkomur og þann mælanlega árangur sem hlýst af þjónustunni.

Þessi fyrsta vinnustofa varðar veginn um áframhaldandi vinnu á næstu misserum og blásið verður til framhaldsvinnu við gæðaviðmiðin nú komandi haust.

Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 9
20240531 105308Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 8
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 7
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 6
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 2
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 5
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 4
Vinnustofa GEV
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 1
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu 3
Fyrsta vinnustofa GEV um þróun gæðaviðmiða fyrir félagsþjónustu

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100