Fara beint í efnið

Greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi fjarlægð af heimasíðu GEV

12. apríl 2024

Í samræmi við fyrirmæli í úrskurði Persónuverndar hefur greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi verið fjarlægð af heimasíðu GEV.

Foss-GEV

Í febrúar 2021 samþykkti þáverandi ríkisstjórn tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra að fela þáverandi Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) að kanna hvort og þá í hvaða mæli börn, sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi á árunum 1997 til 2007 hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan á dvöl þeirra stóð.

Þann 1. janúar 2022 tók Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) við verkefninu af GEF með gildistöku laga nr. 88/2021, um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. GEV annaðist meðal annars lokafrágang og birtingu greinargerðarinnar. Þann 14. september 2022 var greinargerðin birt á vefsíðu GEV og var hún aðgengileg þar fyrir almenning til 20. desember 2023 en þann dag var hún fjarlægð af vef GEV í samræmi við fyrirmæli í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp 14. desember 2023. Í þeim úrskurði Persónuverndar var GEV meðal annars gert að fjarlægja greinargerðina af vefsíðunni en jafnframt lagði Persónuvernd bann við frekari notkun og dreifingu hennar. Í samræmi við fyrirmæli í úrskurðarorði var greinargerðin því fjarlægð af vef GEV 20. desember 2023, líkt og fyrr segir, og var Persónuvernd tilkynnt um það.

Hér má nálgast úrskurð Persónuverndar: https://www.personuvernd.is/urlausnir/vinnsla-personuupplysinga-af-halfu-gaeda-og-eftirlitsstofnunar-felagsthjonustu-og-barnaverndar-og-sidar-gaeda-og

Rétt er að taka fram að GEV harmar þá stöðu sem komin er upp sem felur það í sér að almenningur hefur ekki lengur aðgang að greinargerðinni um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi en stofnunin er eðli málsins samkvæmt bundin af fyrirmælum í úrskurði Persónuverndar.

Fyrir hönd Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála,

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100