Fara beint í efnið

Eftirfylgni GEV með umbótum í starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal er lokið

9. október 2023

Þann 1. júní 2023 birti Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála skýrslu í kjölfar tilkynningar um alvarlegt óvænt atvik í starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal. Eftirfylgni GEV með umbótum í starfsemi sumarbúðanna er nú lokið.

Gev logo

Hinn 1. júní sl. gaf Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála út skýrslu í kjölfar rannsóknar á alvarlegu óvæntu atviki sem átti sér stað í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Í skýrslunni voru settar fram tillögur að úrbótum í starfsemi Reykjadals með það að markmiði að bæta gæði starfseminnar og öryggi gesta í sumarbúðunum og koma í veg fyrir að sambærileg atvik ættu sér stað.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála ákvað að fylgja eftir útgáfu skýrslunnar með frumkvæðiseftirliti. Markmið þess var að tryggja að nauðsynlegar umbætur í starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal, er lutu að verklagi, þjálfun starfsmanna og mönnun, kæmu til framkvæmda og bættu þannig gæði þjónustunnar og öryggi gesta sem þar dveldu í framtíðinni.

Niðurstaða athugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er sú að SLF og Reykjadalur hafi á fullnægjandi hátt unnið að þeim úrbótum sem settar voru fram af hálfu stofnunarinnar í skýrslu, dags. 1. júní 2023. Niðurstaða GEV er að:

  • Starfsmannafjöldi sumarbúðanna taki í dag mið af umönnunarþyngd gesta. Þá fagnar GEV þeirri breytingu í starfseminni að nú sjái hver starfsmaður um færri börn en áður og telur að það minnki álag starfsfólks, bæti gæði þjónustunnar sem veitt er í sumarbúðunum og öryggi barnanna sem þar dvelja.

  • Skýrir verkferlar eru nú til staðar, m.a. um fyrstu viðbrögð, sem starfsfólki ber að beita þegar grunur leikur á að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað. Þá er ljóst að stjórnendur og starfsmenn Reykjadals fá reglulega viðeigandi fræðslu og þjálfun í beitingu umræddra verkferla en þeir eru enn fremur aðgengilegir í handbók starfsfólks, sem starfsfólk fær eintak að, og á heimsíðu Reykjadals.

Hefur Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þar með lokið frumkvæðiseftirliti, eftirfylgni og aðkomu sinni að málinu.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100