Fara beint í efnið

Ársfundur GEV 2024

23. maí 2024

Ársfundur GEV 2024

GEV-Arsfundur

Ársfundur GEV var haldinn í byrjun maímánaðar 2024. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði fundinn og fór yfir mikilvæg verkefni Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), ný verkefni til framtíðar og lykilhlutverk GEV við uppbyggingu gæðaviðmiða í félagsþjónustu. Gæðaviðmiðin eru lykillinn að því að hægt sé að efla öryggi í allri þjónustu og setja fram leiðbeinandi kröfur og viðmið fyrir málaflokka á sviði velferðarþjónustu. Forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, fór yfir það sem hefur áunnist í uppbyggingu nýrrar stofnunar og þau framfara skerf sem hafa þegar verið stigin með tilkomu GEV. Stofnun sem hefur nú lokið sínu öðru starfsári gegnir lykilhlutverki í því að efla gæði og öryggi í velferðarþjónustu á Íslandi og hefur á að skipa úrvals fagfólki og sérfræðingum. Á liðnum misserum hefur verið lyft grettistaki í afgreiðslu mála, eftirlitsverkefnum, útgáfu rekstrarleyfa, ferlavinnu og þjónustu við okkar þjónustuþega. Forstjóri fór yfir að hvers vegna er mikilvægt er að efla gæði þjónustu og mæla virði velferðarþjónustunnar fyrir samfélagið og einstaklingana í heild. Til þess að það sé hægt þarf að byggja upp stafræna innviði og skráningu til að gæðavísar og útkomumælingar nýtist til umbóta. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur GEV fór yfir eftirlitshlutverk stofnunarinnar, Íris Dögg Lárusdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis GEV fór yfir hvernig frumkvæðisathuganir hafa verið nýttar til að efla innra eftirlit sveitarfélaganna og Tryggvi Þór Jóhannsson, teymisstjóri rekstrarleyfateymis fór yfir breytingar á útgáfu leyfa hjá ríki og sveitarfélögum með tilkomu GEV. Fundarstjóri var Tinna Björg Sigurðardóttir, rekstrar- og gæðastjóri GEV. Fjöldi góðra gesta kom á fundinn og þökkum við öllum þátttökuna á fundinum og væntum áfram mikils og góðs samstarfs við þá fjölmörgu aðila sem GEV er í samvinnu með.

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri GEV.

arsfundurGEV10
ArsfundurGEV2
ArsfundurGEV4
ArsfundurGEV3
ArsfundurGEV5
ArsfundurGEV7
ArsfundurGEV8
ArsfundurGEV9

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100