Stefnur
Hæf – hlutlaus – fagleg
Það er stefna ISAC að starfrækja faggildingarkerfi sem:
Veitir viðskiptavinum sínum ávinning og stuðlar að heilindum og virði þeirrar samræmismats-þjónustu sem þeir veita;
Samræmist kröfum ÍST EN ISO/IEC 17011:2017 og annarra viðeigandi skyldubundinna skjala;
Hlítir íslenskum lögum og reglugerðum um faggildingu;
Uppfyllir kröfur Evrópsku faggildingarsamtakanna (EA);
Tryggir stöðugar umbætur með því að nota meðal annars innri og ytri úttektir, rýni stjórnenda og frumkvæði starfsmanna;
Er hlutlaust í öllum aðgerðum sínum;
Endurspeglar mikla hæfni og fagmennsku;
Veitir starfsfólki sínu heilbrigt vinnuumhverfi sem hvetur bæði til sjálfstæðis og teymisvinnu og viðurkennir framtak og frammistöðu;
Stuðlar að þróun faggildingar með þátttöku í innlendu og alþjóðlegu samstarfi.
Stjórnendur og starfsfólk ISAC hafa skilið og skuldbundið sig til að innleiða þessa stefnu og viðeigandi verkferli.
ISAC starfar samkvæmt lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., ÍST EN ISO/IEC 17011 og reglugerð (EB) 765/2008, sem innleidd er á Íslandi með reglugerð 566/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl., og veitir faggildingu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Stjórnendur ISAC skuldbinda sig til og bera ábyrgð á að öll faggilding sé veitt á hlutlausan og óhlutdrægan hátt.
Faggilding skal alltaf gerð á hlutlausan hátt og ISAC tekur ekki þátt í neinu sem gæti haft áhrif á hlutleysi stofnunarinnar. Allar ógnir við hlutleysi eru metnar og gripið til viðeigandi aðgerða til að draga úr ógninni. Ef ekki er hægt að draga úr ógn við hlutleysi er faggilding ekki veitt.
Faggildingar sem ISAC býður upp á eru opnar öllum þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði faggildingarinnar.
ISAC er ekki eigandi að samræmismatsstofu né með aðra viðskiptalega hagsmuni tengda samræmismatsstofum. Starfsfólk ISAC vinnur ekki með faggiltum samræmismatsstofum sem þau eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra eru tengd. Starfsfólki ISAC er skylt að upplýsa um hagsmunaárekstra. Þau skulu tilkynna ISAC tafarlaust ef þau hafa einhver tengsl við samræmismatsstofu eða umsækjendur um faggildingu. Undirverktakar ISAC skulu einnig upplýsa um hagsmunaárekstra eða ógn við hlutleysi. Ógnir við hlutleysi eru metnar og gripið til viðeigandi aðgerða. Allt starfsfólk og undirverktakar ISAC skal vera laust við óhóflegan þrýsting þ.m.t. viðskiptalegan eða fjárhagslegan ávinning sem getur haft áhrif á getu þeirra til að vinna á hlutlausan hátt.
ISAC veitir ekki ráðgjafaþjónustu og starfsfólk ISAC vinnur ekki sem faggildingarráðgjafar. ISAC mælir ekki með neinni tiltekinni ráðgjafaþjónustu fyrir faggildingu.
Stjórnendur og starfsfólk ISAC hafa skilið og skuldbundið sig til að innleiða þessa stefnu og viðeigandi verkferli.