Reglur um fjarþinghöld dómstóla
22. október 2024
Með lögum nr. 53/2024 voru bráðabirgðaheimildir til notkunar á fjarfundabúnaði við rekstur einka- og sakamála fyrir dómi gerðar varanlegar. Hinn 1. nóvember nk. taka gildi nýjar leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar um fjarþinghöld dómstóla.
Með lögum nr. 53/2024 voru bráðabirgðaheimildir til notkunar á fjarfundabúnaði við rekstur einka- og sakamála fyrir dómi gerðar varanlegar. Samhliða var dómstólasýslunni falið að setja leiðbeinandi reglur um fjarþinghöld, þar á meðal um skýrslugjöf fyrir dómi.
Hinn 1. nóvember nk. taka gildi nýjar leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar um fjarþinghöld dómstóla.
Reglunum er ætlað að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni við rekstur mála fyrir dómi með notkun fjarfundarbúnaðar þar sem við á og að gættum grunnreglum um opinbera og réttláta málsmeðferð. Þá er reglunum ætlað að tryggja samræmda framkvæmd fjarþinghalda og stuðla með því að jafnræði allra fyrir dómstólum. Í reglunum koma fram þau sjónarmið sem dómara ber að líta til við mat á því hvort hann ákveði að hafa fjarþinghald eða að heimila skýrslugjöf í gegnum fjarfundabúnað og eru þessi markmið þar lögð til grundvallar.