Fara beint í efnið
Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Nýr skrifstofustjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness

13. apríl 2023

Arndís Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjaness. Staðan var auglýst þann 17. janúar sl. og alls bárust 20 umsóknir.

Arndís Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjaness. Staðan var auglýst þann 17. janúar sl. og alls bárust 20 umsóknir.

Arndís lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, LL.M. gráðu frá University of Minnesota Law School árið 2011 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2012. Hún gegndi stöðu deildarstjóra og síðar sviðsstjóra hjá Motus frá 2020-2023. Fyrir þann tíma starfaði hún sem lögmaður hjá Lögheimtunni ehf. frá 2016 - 2020 og þar áður sem lögmaður hjá Lögmannsstofu SS ehf.