Nýjar reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar
6. desember 2023
Hinn 10. nóvember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar. Reglurnar taka gildi 1. janúar 2023.
Hinn 10. nóvember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar. Reglurnar taka gildi 1. janúar 2023 og leysa þá af hólmi gildandi reglur um afhendingu og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum nr. 15/2018.
Reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar
Reglurnar fela í sér leiðbeiningar til héraðsdómstólanna og Landsréttar um það hvernig afgreiða eigi beiðnir um afhendingu og aðgang að upptökum af munnlegum framburði fyrir dómi á grundvelli 4. mgr. 16. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og 3. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Reglurnar fela ekki í sér breytingu á gildandi rétti hvað þetta varðar heldur er þeim ætlað að stuðla að samræmdu verklagi héraðsdómstólanna og Landsréttar. Þá fjalla reglurnar jafnframt um tilfærslu hljóð- og myndupptaka á milli dómstiga.
Á meðan endurskoðun reglnanna stóð yfir fundaði fulltrúi dómstólasýslunnar meðal annars með fulltrúum frá Lögmannafélagi Íslands sem fengu tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Áður en reglurnar voru samþykktar var jafnframt leitað umsagna hjá Lögmannafélagi Íslands, Ákærandafélagi Íslands, Landsrétti og dómstjóra héraðsdómstólanna en engar athugasemdir bárust.