Nýjar leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna
2. janúar 2023
Hinn 8. desember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2023.
Hinn 8. desember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar leiðbeinandi reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2023. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 6. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og eru til leiðbeiningar.
Reglurnar tóku gildi 1. janúar 2023 og leystu þá af hólmi eldri leiðbeinandi reglur nr. 1/2022 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjanda og þóknun til réttargæslumanna o.fl.