Gengið frá ráðningu sérfræðings í upplýsingatækni
25. maí 2023
Dómstólasýslan hefur gengið frá ráðningu Jóns Björgvinssonar í starf sérfræðings í upplýsingatækni.
Dómstólasýslan hefur gengið frá ráðningu Jóns Björgvinssonar í starf sérfræðings í upplýsingatækni. Jón hefur lokið námi í kerfisfræði frá Tækniskólanum.
Hann hefur mikla starfsreynslu af kerfisstjórn, notendaþjónustu og öðrum tæknistörfum. Undanfarin 11 ár hefur hann verið í fjölbreyttum tæknistörfum hjá Origo en þar hefur hann m.a. starfað sem kerfisstjóri og einnig sinnt notenda- og vettvangsþjónustu þar sem hann öðlaðist m.a. mikla reynslu af þjónustubeiðnakerfum.
Hann hefur unnið sem Microsoft kerfisstjóri og hefur mikla reynslu af Microsoft umhverfinu. Auk þess hefur hann sinnt útstöðvaþjónustu fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir, verið liðsstjóri og stýrt hópi sem sér um allan tæknibúnað fjölda fyrirtækja. Hjá Origo hefur hann einnig verið í samskiptum við innlenda verktaka og erlenda birgja og haft umsjón með vélbúnaði og viðgerðum á tækjum.
Miðað er við að Jón hefji störf 1. ágúst nk.