Dómsmálaráðherra heimsækir dómstólasýsluna
14. júlí 2023
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra heimsótti nýlega dómstólasýsluna. Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Sigurður Tómas Magnússon, formaður stjórnar dómstólasýslunnar tóku á móti dómsmálaráðherra og samstarfsfólki.
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra heimsótti nýlega dómstólasýsluna. Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Sigurður Tómas Magnússon, formaður stjórnar dómstólasýslunnar tóku á móti dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki.
Dómsmálaráðherra kynnti sér kjarnastarfsemi og helstu verkefni dómstólasýslunnar, málatölur dómstiganna þriggja, Hæstaréttar, Landsréttar og Héraðsdómstólanna auk þess sem rædd var stafræn þróun og húsnæðismál dómstóla sem eru á meðal helstu viðfangsefna dómstólasýslunnar.
Farið var yfir áherslur sem eru settar fram í nýrri stefnu dómstóla fyrir 2023-2027, sem byggð er á góðum grunni fyrri stefnu. Skilgreindar megináherslur eru; Stafrænt dómskerfi, Upplýsingagjöf- og fræðsla, Húsnæðis- og öryggismál dómstóla og Mannauður- og færni.
Á myndinni eru:
Sigurður Tómas Magnússon, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu.