Fara beint í efnið
Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Ákvörðun ÁTVR um að hætta innkaupum tveggja bjórtegunda felld úr gildi

4. desember 2024

Í dag var kveðinn upp dómur í máli nr. 19/2024. Í málinu var tekist á um hvort ÁTVR hefði verið heimilt að hætta innkaupum á tveimur bjórtegundum af fyrirtækinu Dista ehf.

Hæstiréttur

Í dag var kveðinn upp dómur í máli nr. 19/2024. Í málinu var tekist á um hvort ÁTVR hefði verið heimilt að hætta innkaupum á tveimur bjórtegundum af fyrirtækinu Dista ehf.

Ákvarðanirnar byggðu á því að bjórtegundirnar hefðu ekki náð viðmiðum um framlegð. Dista ehf. taldi að viðmið um framlegð ætti sér ekki stoð í lögum nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak, en bjórtegundirnar tvær höfðu báðar notið meiri eftirspurnar en aðrar tengundir sem náðu viðmiði um framlegð.

Samkvæmt 5. mgr. 11. gr. laganna setur ráðherra nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi. Þær skulu miða að því að tryggja vöruúrval m.a. með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Í 1. mgr. 24. gr. reglugerðar nr. 1106/2015, sem sett var á grundvelli lagagreinarinnar, er miðað við að framlegð skuli ráða vöruvali.

Hæstiréttur taldi að þó svo í vöruval á grundvelli eftirspurnar annars vegar og framlegðar hins vegar leiddi í einhverjum tilvikum til svipaðrar niðurstöðu þá byggðust viðmiðin á ólíkum forsendum og gætu leitt til mismunandi niðurstaðna eins og raunin hefði verið í málinu. Hæstiréttur áréttaði að lagafyrirmæli sem liggi til grundvallar skerðingu á atvinnufrelsi þurfi að vera skýr og verði ekki túlkuð rúmt borgurunum í óhag. Voru ákvarðanirnar taldar brjóta gegn lagaáskilnaðarkröfu 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar voru þær því felldar úr gildi.

Dóminn í heild sinni má lesa hér