Fara beint í efnið

Rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga - Afnám leyfisskoðunar og nýr notkunarflokkur

Skráning í notkunarflokk - Rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga

Um áramót tekur gildi reglugerð um afnám leyfisskoðunar nr. 1085/2025 sem felur meðal annars í sér eftirfarandi breytingar fyrir rekstrarleyfishafa í farþega -og farmflutningum: 

  • Leyfisskoðun bíla í farþegaflutningum er afnumin 

  • Öll ökutæki sem tilheyra rekstrarleyfum skulu skráð í notkunarflokkinn Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni  

  • Árleg aðalskoðun fylgir notkunarflokknum 

 Hvað þurfa rekstrarleyfishafar að gera? 

  1. Fylla út beiðni um skráningu í notkunarflokk

  2. Ef skoðunartíðni ökutækis breytist vegna árlegrar aðalskoðunar þarf að fá viðeigandi skoðunarmiða á næstu skoðunarstöð. 

Breytingaskráning verður gjaldfrjáls til 1. febrúar næstkomandi. Eftir þann tíma verður rukkað fyrir breytingu samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. 

 

Skráning í notkunarflokk - Rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa